[[UPPSKRIFTIR]] ### HRÁEFNI #_/HRÁEFNI HRÁEFNI - [ ] 3 lít­ar vatn - [ ] 1,5-2 kg súpu­kjö - [ ] 1/​2 dl hrís­grjón (má sleppa) - [ ] 2 msk salt (og ör­lít­ill hvít­ur pip­ar) - [ ] 5-8 gul­ræt­ur - [ ] 8-10 kart­öfl­ur - [ ] 1-2 róf­ur (smá­ar) - [ ] 1/​4 hvít­kálss­haus - [ ] 1 lauk­ur - [ ] 1 dl súpu­jurtir #### LEIÐBEININGAR Aðferð: Skolið af kjöt­inu og setjið í pott­inn ásamt 3 lítr­um af vatni. Á meðan suðan er að koma upp er eðli­legt að brún froða mynd­ist ofan á. Takið hana í burtu með skeið eða ausu jafn óðum og hún mynd­ast. Sjóðið í 45 mín­út­ur Á meðan kjötið sýður und­ir­búið græn­metið. Reynið að hafa í huga að hafa græn­metið í þeirri stærð svo það passi í skeið. Skerið gul­ræt­ur í ca 5 mm þykk­ar sneiðar (ef gul­ræt­urn­ar mjög sver­ar skerið þær þá til helm­inga eða í fjórðunga fyrst), róf­urn­ar í ten­inga, kart­öfl­urn­ar skræliði og skerið í ten­inga, lauk­inn skerið þið í litla bita (mun smærri en annað græn­meti) og hvít­káls­haus­inn í ten­inga. Þegar 45 mín eru liðnar af suðunni á kjöt­inu setjið þið þá 1 dl af súpu­jurt­um útí, lauk­inn, kart­öfl­ur, róf­ur, gul­ræt­ur, salt, ör­lít­inn hvít­an pip­ar og ef þið viljið, 1/​2 dl hrís­grjón (þau voru oft sett til þess að drýgja súp­una en marg­ir eru van­ir því að hafa hrís­grjón í súp­unni sinni) Súp­an soðin áfram í ca 15-20 mín­út­ur. Að suðutím­an­um liðnum hef ég vana­lega tekið kjötið up­p­úr og dundað mér við að tína það af bein­un­um, hreinsa í burtu sin­ar og fitu, rífa í smærri bita og set þá svo aft­ur of­aní. Það er ekk­ert leynd­ar­mál að súp­an sé betri dag­inn eft­ir. Hún er það svo sann­ar­lega... og hún er líka góð 3-4-5 daga eft­ir að hún hafi verið út­bú­in. Geymið hana bara í ís­skáp í lokuðu íláti og hitið bara upp þá skammta sem þið ætlið að taka af henni. Sem sagt, reynið að hita hana ekki alltaf alla og kæla svo aft­ur (svo má alltaf setja súp­una í smærri skammta í box og frysta) Höfundur: Hermann Hermann Hermannsson